Hér má sjá námskeið sem Þitt virði býður upp á. Athugið að mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.

barn í síma.jpg

Tölvu- og skjánotkun barna og unglinga: Taktu stjórnina!

Þitt virði býður upp á námskeið fyrir foreldra um tölvu- og skjánotkun barna og unglinga. Námskeiðið er sniðið að foreldrum barna á öllum aldursstigum sem og öðrum sem koma að málefnum barna. Markmið þess er að þeir fullorðnu öðlist færni til og fái verkfæri til þess að sporna gegn óhóflegri tölvu- og skjánotkun ungmenna sem og að draga úr henni. Jafnframt er bent á leiðir sem stuðla að því að fá börnin njóti sín betur og styrkist í sjálfum sér.

Efnistökum námskeiðsins má skipta í þrennt:

1. Umfjöllun um tölvuleiki og samfélagsmiðla, hugmyndafræði og uppbyggingu þeirra, áhrif þeirra á ungmenni og einkenni og afleiðingar ofnotkunar.

2. Foreldrum gefst kostur á að taka próf til að fá yfirsýn á hvaða stað barnið þeirra er varðandi tölvu- og skjánotkun.

3. Aðgerðaráætlun er sett fram. Foreldrar fá ýmis verkfæri til að stuðla að hóflegri tölvu- og skjánotkun hjá börnunum sínum. Haft er í huga að það er misjafnt hvaða aðferð hentar hverju barni.

Fyrirlesarar námskeiðsins eru Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og Lovísa María Emilsdóttir, félagsráðgjafi.

Hvar?

Icelandair hótel Reykjavík Marina

Mýrargötu 2-8

101 Reykjavík

Hvenær?

10. janúar

Klukkan?

18-20

Verð?

7.900 kr.

Skráning:

Á netfang: thittvirdi@thittvirdi.is

Guðrún í síma 7782225

Lovísa í síma 8619996

Einnig er hægt að fylla út formið hér að neðan til að skrá sig.

utILEIKUR.jpg

Frjálsir krakkar!

Námskeiðslýsing – Frjálsir krakkar! (10 – 12 ára)

Hefst 17. febrúar!

4. vikna námskeið

Skemmtilegt og nærandi fjögurra vikna námskeið fyrir alla krakka í 5.-7. bekk. Markmið þess er að virkja krakkana á annan hátt en við tölvur og skjái og að þeir velji að dvelja minna við slík tæki.

Krakkarnir læra þetta:
- Heilbrigða tölvu- og skjánotkun
- Að örva ímyndunaraflið
- Betri samskiptafærni
- Að þora að horfast í augi við eigin tilfinningar og óttast þær ekki
- Að þora að gera mistök
- Að vera stjórnandinn í eigin lífi
- Að takast á við erfiðleika
- Að styrkja eigin sjálfsmynd
- Hugleiðsla og öndun

Námskeiðið telur fjögur skipti, það er sunnudagana 17. feb., 24. feb., 3. mars. og 17. mars. og er frá kl. 15.30-17.30.

Verð: 24.900 kr.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru Lovísa María Emilsdóttir félagsráðgjafi og Guðrún Katrín Jóhannesdóttir félagsfræðingur.

Námskeiðið er kennt í gegnum fyrirlestra, leiki og ýmsar æfingar. Við fáum til okkar Einar Carl, þjálfara hjá Primal, sem mun fara með krakkana í gegnum skemmtilegar og áhugaverðar æfingar.

ATH:

Námskeiðið seldist fljótt upp síðast. Vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs fjölda í hverjum hóp er ráðlagt að tryggja sér sæti sem fyrst.

Hvar?

Primal

Faxafeni 12

104 Reykjavík

Hvenær:

Námskeiðið er í 4 vikur

17. febrúar kl. 15:30-17:30

24. febrúar kl. 15:30-17:30

3. mars kl. 15:30-17:30

10. mars kl. 15:30-17:30

Verð?

24.900

Skráning:

thittvirdi@thittvirdi.is

Lovísa í síma 8619996

Guðrún í síma 7782225

Einnig er hægt að fylla út formið hér að neðan til að skrá sig.


Nafn *
Nafn