Screen Shot 2018-11-09 at 13.43.22.png

Tölvu- og skjánotkun barna og unglinga (foreldrahópar)

Hóparnir eru hugsaðir fyrir foreldra og aðra aðstandendur sem vilja sporna gegn eða draga úr tölvu- og skjánotkun barna sinna. Lögð verður áhersla á tölvuleiki og samfélagsmiðlanotkun. Þetta er hugsað sem vettvangur þar sem hægt er að deila reynslu, fá ráð, fleiri verkfæri og hagnýtar upplýsingar. Markmiðið er að þátttakendur styrkist og fái aukið sjálfstraust til að takast á við tölvu- og skjánotkun barnanna. Í upphafi hvers tíma er sett fram þema til umfjöllunar.

Hver hópur mun hittast einu sinni í viku. Boðið verður upp á tvo hópa, kl. 13-14.30 og  17-18.30 á þriðjudögum. Takmarkaður fjöldi er í hverjum hópi en hámarksfjöldi er 10 manns. Skiptið kostar 2000 kr á mann og er greitt fyrir einn mánuð í senn.


Skráning fer fram á thittvirdi@thittvirdi.is og í síma 7782225 (Guðrún Katrín) og 8619996 (Lovísa María). Einnig er velkomið að hafa samband fyrir nánari upplýsingar.