Þitt virði
 
gudrunkatrin@thittvirdi.is  Sími 7782225

gudrunkatrin@thittvirdi.is

Sími 7782225

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir útskrifaðist með BA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2014 og MA gráðu í félagsfræði frá sama skóla árið 2016. Guðrún lauk námskeiði frá Brainspotting Institute (stig 1 og 2) og öðlaðist með því réttindi sem BSP þerapisti. Auk þess er hún TRM þerapisti (Trauma Resiliency Model) eftir að hafa lokið námskeiði hjá The Trauma Resource Institute (stig 1 og 2). Aðferðirnar miða að því að vinna með fólki sem hefur orðið fyrir hvers kyns áföllum og erfiðum upplifunum og eru áhrifaríkar þegar kemur að því að vinna úr þeim tilfinningum sem koma í kjölfarið.

Áherslur:

Áföll og áfallastreita

Erfiðar uppeldisaðstæður

Afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og þess að segja frá

Kvíði

Streita og kulnun

Þunglyndi

Uppbygging eftir skilnað

Skjánotkun barna og unglinga

Auk þess tekur Guðrún að sér námskeiðahald og fræðslu.

Hægt er að panta tíma í ráðgjöf hjá Guðrúnu í síma 778-2225 og á netfanginu gudrunkatrin@thittvirdi.is

lovisa@thittvirdi.is  Sími 8619996

lovisa@thittvirdi.is

Sími 8619996

Lovísa María Emilsdóttir

Lovísa María Emilsdóttir er menntuð sem félagsráðgjafi frá HÍ.

Lovísa hefur einnig lokið námskeiði hjá Brainspotting Institute og öðlaðist með því réttindi Brainspotting (stig 1 og 2).

Aðferðin miðar að því að vinna með fólki sem hefur orðið fyrir hvers kyns áföllum og er talin vera ein áhrifamesta aðferð samtímans til að vinna úr áföllum og áfallastreitu (PTSD).

Einnig hefur Lovísa mikinn áhuga á jákvæðri sálfræði og er með diplóma frá Berkeley University í þeim fræðum.

Áherslur:

Skjánotkun barna og unglinga

Meðvirkni

Að læra að setja mörk

Úrvinnsla áfalla

Kvíði

Andleg og líkamleg heilsa

Lágt sjálfsmat

Hindranir við frammistöðu

Auk þess tekur Lovísa að sér námskeiðahald og fræðslu.

Hægt að fá frekari upplýingar og/eða bóka tíma í ráðgjöf hjá Lovísu í síma: 861-9996 og á netfanginu lovisa@thittvirdi.is


 

Meðferðarleiðir

BSP og TRM eru þær aðferðir sem meðferðaraðilar hjá Þínu virði notast hvað mest við þegar kemur að því að hjálpa fólki.

brainspotting.jpg

Brainspotting

Rannsóknir sýna að Brainspotting er með áhrifamestu aðferðum samtímans til að vinna með kvíða, áföll og áfallastreitu svo eitthvað sé nefnt.