Þitt virði
Screen Shot 2018-09-07 at 17.34.43.png
 
 

Þitt virði

Þitt virði sérhæfir sig í námskeiðum, hópastarfi og ráðgjöf fyrir einstaklinga og pör. Námskeiðin um tölvu- og skjánotkun barna og unglinga hafa verið mjög vel sótt og fengið góðar viðtökur. Námskeiðin eru annars vegar fyrir foreldra og forráðamenn og hinsvegar fyrir börn og unglinga.

Þær Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og Lovísa María Emilsdóttir, félagsráðgjafi hafa sérhæft sig í áfallameðferð sem er gagnleg til að hjálpa fólki við að vinna úr tilfinningum sem kvikna til dæmis í kjölfar áfalla og erfiðra uppeldisaðstæðna.

Lovísa og Guðrún bjóða einnig upp á ráðgjöf á netinu. Fyrirspurnir og tímapantanir fara fram á netfanginu thittvirdi@thittvirdi.is